- Þetta atburður er liðið.
Jóla- og aðventuguðsþjónusta
4 desember, 2022 kl. 15:00
![](https://luther.is/wp-content/uploads/2022/11/2020-Den-nybyggda-Svenskakyrkan-pa-Costa-Blanca-kommer-forhoppningsvis-se-ut-sa-har.-Nu-under-byggnad.-1.jpg)
Við fögnum eins árs afmæli safnaðarins með jóla- og aðventuguðsþjónustu sunnudaginn 4. desember 2022 í nýbyggðu Sænsku kirkjunni í Torrevieja kl. 15:00. Heimilisfang kirkjunnar er Jardin del Mar III 1A, 03184 Torrevieja. Sjá kort neðar.
- Á þessum tímamótum heimsækir séra Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum í Hjaltadal, söfnuðinn og mun þjóna fyrir altari ásamt séra Ragnheiði Karítas Pétursdóttur.
- Sungnir verða þekktir jóla- og aðventusálmar við undirleik Elvars Mássonar og vaskur hópur forsöngvara mun leiða almennan safnaðarsöng.
Hægt verður að kveikja á kertum fyrir bænum sínum og/eða leggja frá sér skrifleg bænarefni í skál á altari kirkjunnar. Þau bænarefni mun prestur hafa með í daglegum bænum sínum.
Guð gefi ykkur gleðilega aðventu og frið og fögnuð á helgum jólum.
![](https://luther.is/wp-content/uploads/2022/11/2020-Den-nybyggda-Svenskakyrkan-pa-Costa-Blanca-kommer-forhoppningsvis-se-ut-sa-har.-Nu-under-byggnad.-1-1024x768.jpg)
![](https://luther.is/wp-content/uploads/2022/11/210408_SvenskaKyrkan-27-1024x768.jpg)
![](https://luther.is/wp-content/uploads/2022/11/Screenshot-2022-11-25-at-08.10.31-1024x756.png)
Nýbyggða Sænska kirkjan.