Samþykktir
1.gr.
Félagið heitir Luther – Íslenskur söfnuður á Spáni. Félagið starfar samkvæmt lögum nr. 119/2019 um félög til almannaheilla sem starfa yfir landamæri.
2. gr.
Tilgangur og markmið félagsins er að veita Íslendingum prestsþjónustu á Spáni.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná með samstarfi við Íslensku þjóðkirkjuna og eftir atvikum safnaðarmeðlimi.
4. gr.
Félagsaðild. Gjaldgengir í félagið eru allir þeir sem eru búsettir á Íslandi eða Spáni og hafa íslenska kennitölu.
5. gr.
Starfstímabil félagsins er almanaksárið. Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs. Aðeins félagsmenn mega vera þátttakendur í aðalfundi.
6. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Til almennra félagsfunda skal boða með sama hætti og aðalfundar. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning stjórnar skv. 7. gr.
- Kosning endurskoðanda, skoðunarmanna eða trúnaðarmanna
- Önnur mál
7. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð 5 mönnum, formanni og 4 meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi til fjögurra ára í senn. Einnig skal kjósa 5 varamenn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórn félagsins fer með málefni félagsins milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.
8. gr.
Á aðalfundi skal kjósa einn eða fleiri endurskoðendur, endurskoðunarfyrirtæki, skoðunarmenn eða trúnaðarmenn úr hópi félagsmanna. Skulu þeir rannsaka reikninga félagsins fyrir hvert starfsár og leggja niðurstöður sínar fyrir aðalfund. Endurskoðendur eða skoðunarmenn má ekki kjósa úr hópi stjórnarmanna, félagsmanna eða starfsmanna félagsins. Trúnaðarmenn sem kosnir eru úr hópi félagsmanna mega ekki sitja í stjórn félagsins eða gegna stjórnunarstörfum fyrir það.
9. gr.
Starfsár og reikningsár er almanaksárið. Stjórnin skal hafa lokið gerð ársreikninga og lagt fyrir endurskoðanda, skoðunarmann eða trúnaðarmann eigi síðar en einum mánuði fyrir aðalfund.
10. gr.
Félagsgjöld. Félagsmenn greiða félagsgjald samkvæmt ákvörðun aðalfundar.
11. gr.
Slit félags. Aðeins er hægt að slíta félaginu á aðalfundi með þremur fjórðu hluta greiddra atkvæða. Komi til slita félagsins að þá rennar eignir þess til Íslensku þjóðkirkjunnar.
12. gr.
Þar sem ákvæði þessa samþykkta segja ekki til um hvernig með skuli farið skal hlíta ákvæðum laga um félög til almannaheilla með starfsemi yfir landamæri, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.
Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi 2. desember 2021. Breytingar voru gerðar á 6. og 7. grein á aðalfundi 10. febrúar 2023.
Dagsetning: 2.12.2021.
(Undirritanir)