Nú tekur kvöldi að halla á allra heilagra messu og við tekur allra sálna messa. Á þessum dögum minnumst við ástvina sem gengnir eru. Við minnumst þeirra í virðingu og þökk og biðjum góðan Guð að senda okkur anda sinn til að gefa okkur huggun og styrk.
Kom, huggari, mig hugga þú,
kom, hönd, og bind um sárin,
kom, dögg, svala sálu nú,
kom, sól, og þerra tárin,
kom, hjartans heilsulind
kom, heilög fyrirmynd,
kom, ljós, og lýstu mér,
kom, líf, er ævin þver,
kom, eilífð, bak við árin.
Valdimar Briem
Ég bið Heilagan anda, hjálparann að varpa birtu yfir minningar og gefa ykkur sem syrgið og saknið, styrk, huggun og von.
Séra Karítas