Aðalfundur 10. febrúar 2023 – Fundargerð
Aðalfundur 10. febrúar 2023 – Fundargerð
Luther – Íslenski söfnuðurinn á Spáni (https://luther.is)
Fundarstaður : Sænska kirkjan í Torrevieja
Fundarstjóri : Ragnheiður Karítas Pétursdóttir
Ritari: Ásta Salný Sigurðardóttir
Anna Kristjánsdóttir fór yfir sögu safnaðarins og gat þess að styrkur frá Þjóðkirkjunni fyrir starfsárið 2022 var 1.200.000 krónur og fyrir starfsárið 2023 er veittur sami styrkur sem greiddur var í janúar 2023.
Hugmyndir komu um að auka barna- og kórastarf. Sálgæsla hefur verið töluverð og einnig fyrirbænir. Fermingar eru framundan, einnig skírnir, brúðkaup o.s.frv. Tveir prestar eru tilbúnir í að koma í afleysingar.
Ákveðið var að hafa félagsgjald óbreytt en hafa það valgreiðslu til safnaðarins.
Fjórir gáfu ekki kosta á sér til áframhaldandi stjórnarsetu: Ebba Unnur Kristinsdóttir, Magnús Líndal Sigurgeirsson, Bjarni Jarlsson og Jóhanna Biddý Byström.
FJórir buðu sig fram til stjórnarsetu: Alexander Hansen, Sigurður Þ Ragnarsson, Amanda Sunneva Joensen og Arnheiður Matthíasdóttir. Voru þau kosin í stjórn.
Farið var yfir reikninga sem Margrét Ósk Óskarsdóttir gjaldkeri lagði fram og voru þeir samþykktir.
Einnig var farið yfir lagabreytingar um að lög um stjórn félagsins séu samkvæmt starfsreglum um sóknarnefndir á Íslandi (en þær eru kosnar til fjögurra ára í senn). Var það samþykkt. Því breytist 7. grein samþykkta félagsins til að gæta samræmis.
Fundurinn kaus Jónas Gest Jónsson hjá Deloitte sem endurskoðanda og skoðunarmann reikninga Lilju Gunnarsdóttur.
Ný stjórn skipti með sér verkum skv. eftirfarandi:
Stjórn:
Hörður B Olsen formaður
Brynjólfur Yngvason varaformaður
Sigurður Ragnarsson gjaldkeri
Ásta María Kristinsdóttir ritari
Alexander Hansen meðstjórnandi
Varastjórn:
Anna Kristjánsdóttir
Amanda Sunneva Joensen
Ásta Salný Sigurðardóttir
Arnheiður Matthíasdótir
Margrét Ósk Óskarsdóttir