FJÓRAR HENDUR YFIR HAFIÐ

FJÓRAR HENDUR YFIR HAFIÐ

Laugardaginn 9. mars kl 18:00, býður LUTHER – íslenski söfnuðurinn á Spáni í samstarfi við sænsku kirkjuna, upp á tónleika í sænsku kirkjunni í Torrevieja. Jónína Erna Arnardóttir og Morten Fagerli fara með okkur í ferðalag um farvötn Norðurlanda með tónlist sinni. Enginn aðgangseyrir. Hugvekja. Hægt verður að kaupa hressingu á vægu verði frá kl. 17.30.