SUNNUDAGINN 31. ÁGÚST 2025 KL. 11:00 VERÐUR MESSA Í SÆNSKU KIRKJUNNI
Urb. Jardin del Mar III, 1A, ES-03184 Torrevieja
Starfsmenn Árbæjarsafnaðar, ásamt Gísla Gunnarssyni vígslubiskupi heimsækja okkur. Af því tilefni verður samkirkjuleg messa með sænska söfnuðinum í Torrevieja.
UNGMENNASKIPTI
Messan markar upphaf samstarfsverkefnis um ungmennaskipti. Fyrirhugað er að ungmenni frá Árbæjarsöfnuði heimsæki íslenska og sænska söfnuðinn á Spáni í vetur. Síðan verður íslenskum og sænskum ungmennum boðið í heimsókn til Árbæjarsafnaðar.
Ungmennaskiptin eru að mestu kostuð með Erasmus-styrk frá Evrópusambandinu. Lítill kostnaður fylgir því ferðum og uppihaldi.
Þetta er því kjörið tækifæri fyrir íslensk og sænsk ungmenni á Spáni, til að kynnast innbyrðis og kynnast ungmennum í kirkjulegu starfi á Íslandi.
Ekki eru komnar nákvæmar dagsetningar en eftir messuna hefst skráning fyrir áhugasama.
Með bestu kveðju,
Ragnheiður Karítas Pétursdóttir