Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir
Ragnheiður Karítas Pétursdóttir
Séra Ragnheiður Karítas vígðist til prestsþjónustu til Ingjaldshólsprestakalls á Snæfellsnesi. Hún þjónað auk þess í afleysingum í Staðarstaðar- og Ólafsvíkurprestaköllum og í Noregi um árabil.
Hún hefur því víðtæka reynslu af prestsstörfum bæði í íslensku þjóðkirkjunni og norsku kirkjunni.
Hún lauk embættisprófi frá Háskóla Íslands 1999 og meistaraprófi í sálgæslufræðum frá HÍ árið 2007.
Sr. Ragnheiður hefur einnig víðtæka starfsreynslu og menntun frá Spáni. Árið 2002 lauk hún lauk diplomanámi sálgæslu frá Ecsuela de pastoral de la Salud, í Madrid. Auk þess hefur hún lokið námskeiðum í sálfræði, sálgæslu og guðfræði við 3 háskóla á Spáni, í Madrid, Murcia og Alicante.
Um nokkurra ára skeið þjónaði sr. Ragnheiður Íslendingum í Alicante í sumarleyfum sínum. Hún hélt messur þar þrisvar sinnum á ári í norsku sjómannakirkjunni, skírði, fermdi, var með bálfarir, sálgæsluviðtöl, heimsótti fanga í fangelsi og sjúklinga á sjúkrahúsum.
Meðfram diplómanáminu í sálgæslu veturinn starfaði hún við sálgæslu á Hospital San Rafael í Madrid.
Sr.Ragnheiður Karítas starfaði einnig um nokkurra ára skeið sem yfirfararstjóri hjá Plúsferðum á Benidorm og Portúgal og hlaut þar mikla reynslu af því að þjóna Íslendingum erlendis, ekki síst þegar áföll dundu yfir.