Aðfararnótt 25.des 1223 lét heilagur Frans af Assisi gera látlaust fjárhús með jötu í Greccio hellinum á Italíu. Þannig var endurgert umhverfið sem tók á móti litla barninu sem fæddist á jólanótt.
Þó ekki sé minnst á uxa og asna í guðspjöllunum, lét heilagur Frans setja þá við jötuna í hellinum. Síðan þá hafa þessi fallegu og auðmjúku dýr verið hluti leikmyndar fjárhússins í Betlehem. Táknmyndir auðmýktar og ekki síður dýra sem vermdu litla kroppin með andardrætti sínum. Táknmyndir þess að öll sköpun Guðs er fólgin í kærleika hans.
En þessi uxi og þessi asni voru ekki einungis hugarburður heilags Frans. Því í spádómsbók Jesaja stendur:
Þjóðar sem allir menn tilheyrðu og orðin hjá Jesaja kallast á við skírnarskipun Jesú er hann sagði við lærisveina sína:
Það svo mikilvægt að muna, að enginn er undanskilinn kærleika Guðs. Öll sköpun Guðs er fólgin í þessum kærleika sem birtist okkur í barninu í jötunni. Ef við virkilega reynum að kafa ofan í merkingu þess að Guð sjálfur holdgerist í litlu barni, þá virðist það of fallegt til að vera satt.
Af þessum sökum, hafa uxinn og asninn í myndum frá miðöldum oft næstum mannlegt útlit og þeir lúta barninu í jötunni eins og þeir einir skilji allan leyndardóminn og dulúðina sem felst í kraftaverki fæðingar frelsarans.
- Þetta barn er Guð. Þess vegna er Guð ekki háleit vera handan seilingar okkar
- Þetta barn er einhver nákominn, innan seilingar.
- Þetta barn er einhver sem eins lítill og við.
Getur þetta verið rétt? Til þess að ná utanum þann leyndardóm, verður fyrsta skref okkar ávallt að opna fyrir honum. Leyfa honum að hafa áhrif innan frá. Guð þvingar okkur ekki til lags við sig en sigrar okkur innanfrá. Ef við opnum fyrir ljósi hans og leyfum því að umbreyta okkur innanfrá geturm við fangað leyndardóm og kraftaverk Guðs.
Ef eitthvað getur hrakið á brott hroka mannsins, skeytingarleysi hans og hatur þá er það blíða og varnarleysi lítils barns. Höfum það í huga nú og alla daga að engin sköpun Guðs er undanskilin því mikla undri sem birtist okkur á jólanótt.
Megi Guð gefa okkur öllum hreint hjarta sem gefiur okkur lykil að leyndardómi, og kraftaverki þess lífs sem fæddist í varnarleysi lítils barns. Fæddist til að þjóna allri sköpun Guðs.
Um leið og ég þakka gefandi og kærleiksrík samskipti á árinu sem er að líða, bið ég að Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og frið og farsæld á nýju ári.
Séra Karítas