Aðalfundur verður haldinn þann 10. febrúar kl. 11:00 í sænsku kirkjunni í Torrevieja, Urb. Jardin del Mar III, 1A, 03184 Torrevieja.
Dagskrá aðalfundar
Stutt helgistund fyrir fund og tekið á móti bænarefnum.
Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 6. gr. í samþykktum safnaðarins:
6. gr.
Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. ágúst ár hvert og skal boða til hans með að minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Til almennra félagsfunda skal boða með sama hætti og aðalfundar. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti mættra félagsmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla stjórnar lögð fram
- Reikningar lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Ákvörðun félagsgjalds
- Kosning stjórnar
- Kosning endurskoðanda, skoðunarmanna eða trúnaðarmanna
- Önnur mál
Með bestu kveðju,
Hörður B Olsen, formaður