
Ungmennaskipti
Þann 31.8. var samkirkjuleg messa í sænsku kirkjunni í Torrevieja.
Sænski söfnuðuðurinn á Costa Banca, LUTHER-íslenski söfnuðurinn á Spáni og fulltrúar Árbæjarkirkju sáu um messuna auk Gísla Gunnarssonar vígslubiskups á Hólum. Gísli átti einnig fund með presti og fulltrúum safnaðarstjórnar.

Starfsfólk Árbæjarkirkju kom í heimsókn til okkar vegna verkefnisins Erasmus + Ísland sem er verkefni um ungmennaskipti.
Síðar verður auglýst hvenær ungmennaskiptin fara fram en þau ungmenni sem hafa áhuga á að fara til Íslands geta skráð sig hjá sr. Ragnheiði Karítas Péursdóttur á se*********@***il.com eða í síma +34 602 69 63 93.