Jóna Lísa Þorsteinsdóttir
Eftir að hafa starfað sem þýskukennari í Verslunarskóla Íslands í ellefu ár vann séra Jóna Lísa í nokkur ár við áfengismeðferð í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi.
Hún lauk embættisprófi 1995. Haustið 1996 og tók hún við starfi fræðslufulltrúa Þjóðkirkjunnar í Hólastifti og var vígð til þess starfs vorið 1997. Haustið 1999 var hún svo skipuð prestur við Akureyrarkirkju.
Árið 2005 lét hún gamlan draum um starf fyrir Íslendinga á Gran Canaria rætast. Í sex vetur þjónaði hún með fulltingi biskups Kanaríeyja og kaþólska prestsins Jesus Marques, prestur landa minna í kirkjunni Templo Ecumenico á Ensku ströndinni. Kirkjan Templo Ecumenico er alþjóðleg og þverkirkjuleg og padre Jesus var sá sem leiddi starfið þann tíma sem sr. Jóna Lísa þjónaði þar.
Á öðru ári þjónustunnar hóf Þjóðkirkjan að styrkja starfið og gerði það alls fjóra vetur. Sr.Jóna Lísa var í 50% starfi sem fararstjóri og vann sömuleiðis við þýðingar og náði þannig að framfleyta sér.
Þessi ár voru annasöm, viðburðarík og gefandi, en í kjölfar Hrunsins hvarf styrkurinn og hún þurfti að gefast upp og halda heim í árslok 2011. Sr. Jóna Lísa var svo lánsöm að fá að starfa sem ferðamanna- og kvöldkirkjuprestur við Akureyrarkirkju yfir sumartímann árin sem hún hafði vetrardvöl á Gran Canari, auk þess sem hún var afleysingaprestur þar þegar á þurfti að halda.
Hún ákvað síðan þegar hún heyrði um LÚTHER íslenska söfnuðinn á Spáni að ganga til liðs við hann og gleðst yfir því að vera gefið tækifæri til að leggja þeirri þjónustu lið, þá vetrarmánuði sem hún dvelur á Gran Canari.