Fara í efni
LUTHER

Íslenskur söfnuður á Spáni

  • Forsíða
  • Hugvekjur
  • Viðburðir
  • SöfnuðurinnStækkaðu
    • Samþykktir
    • Prestar
    • Stjórn
    • Varastjórn
    • Félagsgjald
Skrá mig!
LUTHER

Um presta og djákna

Sigríður Guðmarsdóttir er prestur til margra ára, doktor í guðfræði, var prófastur í norsku kirkjunni og er nú með fasta stöðu við Háskóla Íslands. Hún útskýrir hér hvaða skilyrði prestur eða djákni þarf að uppfylla til að leiða evangelískan lúterskan söfnuð.

Þjóðkirkjan, fríkirkjurnar og óháði söfnuðurinn tilheyra evangelískri lútherskri kirkjudeild ásamt fjölda annarra kirkjudeilda, í hinum ýmsu löndum. Þessar kirkjudeildir eru meðlimir í Alheimsráði kirkna (WCC) og njóta þar af leiðandi samstarfs og viðurkenningar kaþólsku kirkjunnar

Á Íslandi eru embættisgengi og embættisréttindi alltaf tengt við tiltekna kirkjudeild. Samkvæmt lögum um þjóðkirkjuna 72021 eru það prestar og djáknar sem gegna vígðri þjónustu í þjóðkirkjunni (3 gr.) og í 2. gr. starfsreglna um presta kemur fram að þeir eigi að sinna kirkjulegum athöfnum (2011). Hið sama stendur í vígsluheiti þeirra. Guðfræðipróf frá HÍ (mag.theol. og áður cand.theol.) eitt og sér veitir ekki embættisgengi sem prestur eða djákni í Íslensku þjóðkirkjunni, heldur þurfa nemendur líka að hafa farið í gegnum starfsþjálfun á vegum þjóðkirkjunnar. Til þess að hægt sé að meta tiltekna menntun frá útlöndum sem sambærilega við þau starfsréttindi sem mag.theol. nám HÍ og starfsþjálfun kirkjunnar veitir, þarf guðfræðideild HÍ að meta menntunina sambærilega við mag.theol og starfsþjálfunina.

Enginn má taka að sér lútherskar kirkjulegar athafnir, þ.e. skírn, fermingu, hjónavígslu eða útför, án þess að hafa þessi tilteknu starfsréttindi og vera til þess vígður, hvorki hér eða á hinum lúthersku kirkjunum á Norðurlöndum. Að sjálfsögðu mega allir skírðir menn skíra skemmri skírn, en hún er þá staðfest í kirkju af vígðum presti á eftir. 

Deila:

Luther - Íslenskur söfnuður á Spáni

Kennitala: 670122-0770

Banki: 0325-26-002515

Prestur Alicante: +34 602 69 63 93

Prestur Gran Canaria: +354 858 7282

Viðburðir

  • Viðburðir framundan
  • Messur til vors 2024
  • Fermingarfræðsla

Gagnlegir hlekkir

  • Um söfnuðinn
  • Markmið
  • Samþykktir
  • Prestar og stjórn
  • Um presta og djákna
  • Hugvekjur
  • Hafa samband

Já, ég vil skrá mig í söfnuðinn á Spáni

Skráning

© 2025 LUTHER - Íslenskur söfnuður á Spáni

  • Forsíða
  • Hugvekjur
  • Viðburðir
  • Söfnuðurinn
    • Samþykktir
    • Prestar
    • Stjórn
    • Varastjórn
    • Félagsgjald