Útsýni úr Lúthershúsinu

Á slóðum Lúthers

Rafbók

Marteinn Lúther er einn áhrifamesti guðfræðingur allra tíma. Hann er upphafsmaður siðbótarinnar á 16. öld í Þýskalandi sem markaði djúp spor í kirkju- og menningarsögu Evrópu. Lúther var afkastamikill guðfræðingur sem skildi mikið eftir sig. Hann lifði og starfaði í borginni Wittenberg, en kom víða við í Þýskalandi.

Söguslóðir

Á slóðum Marteins LúthersLífshlaup Lúthers leiðir okkur á slóðir menningar og sögu Evrópu. Ferð á slóðir Marteins Lúthers rekur sig frá miðaldakastölum og dómkirkjum, til klaustra og Hansaborga í Mið- og Austur-Þýskalandi.

Þessar slóðir voru um langan tíma illa aðgengilegar Íslendingum, á tímum Austur-þýska Alþýðulýðveldisins, en flestir staðir sem tengjast sögu Marteins Lúthers voru innan landamæra þess.

Frá sameiningu Þýskalands árið 1989 hefur mikið verk verið unnið í endurreisn og uppbyggingu sögustaða og borga sem liðu fyrir niðurníðslu áratuganna eftir síðari heimstyrjöld.

Þetta er áberandi þegar ferðast er um slóðir Marteins Lúthers sem liggja um fagurt landsvæði, skóga, lág fjöll og lygnar ár, fagrar menningarborgir með mikla sögu og litrík þorp í þýsku sambandslöndunum Hessen, Thüringen, Saxlandi og Saxlandi-Anhalt.