All posts by “Árni og Kristín

Útsýni úr Lúthershúsinu

Á slóðum Lúthers

Marteinn Lúther er einn áhrifamesti guðfræðingur allra tíma. Hann er upphafsmaður siðbótarinnar á 16. öld í Þýskalandi sem markaði djúp spor í kirkju- og menningarsögu Evrópu. Lúther var afkastamikill guðfræðingur sem skildi mikið eftir sig. Hann lifði og starfaði í borginni Wittenberg, en kom víða við í Þýskalandi.

Stytta af Katrínu frá Bóra

Ævi og starf

Marteinn Lúther fæddist 10. nóvember árið 1483 í borginni Eisleben. Á þeim tíma var Þýskaland hluti af hinu heilaga rómverska keisaradæmi.

Altaristaflan í Borgarkirkjunni í Wittenberg

Kirkjan

Kirkjan snýst um tvennt að skilningi siðbótarinnar, orð Guðs og sakramentin skírn og kvöldmáltíð. Þetta er tjáð á ákveðinn hátt í Ágsborgarjátningunni sem er stefnuskjal siðbótarkirkjunnar.

Biblían

Biblían var í brennidepli í lífi Lúthers og siðbótarinnar allrar. Sem prófessor í Wittenberg kenndi hann ritskýringu Biblíunnar, hann ritaði fjölda skýringarrita við rit Biblíunnar, hann þýddi Biblíuna á þýsku og sem prestur prédikaði hann úr Biblíunni allt sitt líf.